Oculis birtir niðurstöður aðalfundar 2024 og tilkynnir um skipanir í stjórn og vísindaráð
ZUG, Sviss, May 30, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) —
Oculis Holding AG (Nasdaq:OCS; XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“), alþjóðlegt líftæknifyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón í alvarlegum augnsjúkdómum, tilkynnti í dag niðurstöður aðalfundar 2024 sem haldinn var 29. maí 2024 á Ochsen-Zug, Kolinplatz 11, CH-6300 Zug, Sviss, klukkan 15:30 CEST / 13:30 GMT, sem og skipan tveggja nýrra meðlima í vísindaráð félagsins. Þá skrifaði félagið undir lánssamning sem veitir félaginu aðgang að CHF 50 milljón sveigjanlegri lánafyrirgreiðslu.