Eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa Alvotech nýta rétt til að breyta yfir í hlutabréf
Alvotech (NASDAQ:ALVO) tilkynnti í dag að eigendur meirihluta breytilegra skuldabréfa félagins sem upphaflega voru útgefin 16. nóvember og 20. desember 2022 með lokagjalddaga 20. desember 2025, hafi tilkynnt að þeir óski eftir að nýta rétt til að breyta skuldabréfunum í almenna hluti á genginu 10 dollarar á hlut þann 1. júlí nk. („breytiréttardagur“). Frestur til að tilkynna um nýtingu á breytiréttinum rann út í gær.