Alvotech kynnir jákvæða niðurstöðu virknirannsóknar á AVT03, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia og Xgeva
Alvotech (NASDAQ:ALVO) tilkynnti í dag jákvæðar niðurstöður virknirannsóknar á AVT03, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia (denosumab) og Xgeva (denosumab). Báðir aðalendapunktar rannsóknarinnar voru uppfylltir. Markmið rannsóknarinnar var að sýna fram á sambærilega klíníska virkni, öryggi, ónæmingarverkun og lyfjahvörf AVT03 og Prolia í konum með beinþynningu sem lokið hafa breytingaskeiði. Niðurstöður rannsóknarinnar munu einnig nýtast til að sækja um markaðsleyfi fyrir AVT03 sem líftæknilyfjahliðstæða við Xgeva.