Alvotech kynnir jákvæða niðurstöðu rannsóknar á sjúklingum sem sýnir sömu klínísku virkni líftæknilyfjahliðstæðunnar AVT05 og Simponi® (golimumab)
Alvotech (NASDAQ:ALVO) kynnti í dag jákvæða niðurstöðu klínískrar rannsóknar á AVT05, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi og Simponi Aria (golimumab). Aðalendapunktur rannsóknarinnar var uppfylltur. Alvotech er fyrsta fyrirtækið sem kynnir jákvæðar niðurstöður klíniskrar rannsóknar þar sem borin er saman virkni líftæknilyfjahliðstæðu og Simponi eða Simponi Aria. Alvotech er eitt af tveimur fyrirtækjum sem vitað er að hafi hafið slíka klíníska rannsókn.