Alvotech kynnir áætlaðar mettekjur og EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi 2024
Alvotech (NASDAQ:ALVO) kynnti í dag eftirfarandi óendurskoðaða áætlun um rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs og á fyrri helmingi ársins 2024.
„Við erum afar ánægð með þessa áætluðu niðurstöðu annars ársfjórðungs, sem byggir á umtalsverðum vexti bæði í sölu og áfangagreiðslum. Við gerum einnig ráð fyrir metafkomu af rekstri félagsins, með jákvæðri leiðréttri EBITDA framlegð í fyrsta sinn á fjórðungi og árshelmingi. Við búumst við að þessi niðurstaða, og endurfjármögnun félagsins, verði undirstaða vaxtar og jákvæðrar leiðréttrar EBITDA framlegðar á árinu í heild,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.