Alvotech gengur til samstarfs við Dr. Reddy‘s um markaðssetningu AVT03, fyrirhugaðrar hliðstæðu við Prolia og Xgeva, í Bandaríkjunum og Evrópu
Alvotech (NASDAQ:ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði gert samstarfssamning við Dr. Reddy’s Laboratories SA, dótturfyrirtæki Dr. Reddy’s Laboratories Ltd. (“Dr. Reddy’s”) um sölu- og markaðssetningu AVT03, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Prolia og Xgeva, sem bæði innnihalda denosumab. Dr. Reddy er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar á Indlandi en starfsemi um allan heim.