Alvotech tilkynnir hvenær sala á AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara, getur hafist á alþjóðlegum mörkuðum
Alvotech (NASDAQ:ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hafi komist að samkomulagi við Johnson & Johnson (J&J) um það hvenær sala getur hafist á AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara (ustekinumab), í Japan, Kanada og á Evrópska efnahagssvæðinu. Samþykki lyfjayfirvalda á viðkomandi mörkuðum liggur þegar fyrir. Umsóknir um markaðsleyfi fyrir AVT04 bíða afgreiðslu víðar, þar á meðal í Bandaríkjunum.