Alvotech birtir uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 og kynnir helstu áfanga á liðnum ársfjórðungi
Alvotech (NASDAQ:ALVO) („félagið“) birtir í dag óendurskoðað fjárhagsuppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 og kynnir helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi.
„Við höldum áfram að fagna markaðsforskoti AVT04, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni við Stelara. Lyfið var fyrsta ustekinumab hliðstæðan sem hlaut markaðsleyfi Japan og Kanada og sú fyrsta sem Lyfjastofnun Evrópu mælir með að verði veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Við hlökkum til að vera bráðum með tvö lyf á markaði. Þá náðum við mikilvægum áfanga með samkomulagi um þróun og framleiðslu AVT23, hliðstæðu við Xolair, en klínískar rannsóknir á sjúklingum með lyfið eru þegar hafnar,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025.“
Related news for (ALVO)
- Alvotech kynnir jákvæða niðurstöður úr rannsókn á lyfjahvörfum AVT03, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia og Xgeva
- test
- Alvotech birtir upplýsingar um stöðu umsókna um markaðsleyfi fyrir AVT02 og AVT04 í Bandaríkjunum
- Niðurstaða rannsóknar á sjúklingum sýnir sömu klínísku virkni AVT06 líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech og Eylea